Hvalir og lundar

Hvernig getur hvalaskoðunarferðin mögulega orðið betri? Jú, með því að bæta við stuttri siglingu að Lundey og skoða þúsundir lunda í sínu náttúrulega umhverfi.

Komdu með okkur að skoða hvali og lunda í þessari skemmtilegu ferð um Skjálfandaflóa. Hnúfubakar, hrefnur og aðrir hvalir gætu skotið upp kollinum og þú munt að ölllum líkindum sjá fleiri lunda en þú getur talið.

Hvalaskoðun á Skjálfandaflóa

Skjálfandaflói er einstakur staður fyrir hvalaskoðun. Ótal hvalir heimsækja flóann á ári hverju til að afla sér fæðu í næringarríkum sjónum. Að komast í nálægð við þessi stórfenglegu dýr er upplifun sem erfitt er að lýsa með orðum. Hnúfubakar, hrefnur og hnýðingar eru meðal þeirra tegunda sem algengt er að sjá í flóanum en einnig kíkja í heimsókn stórhveli á borð við langreyðar og steypireyðar.

Sjáðu þúsundir lunda í Lundey

Yfir sumartímann iðar Lundey af lífi. Talið er að yfir 200.000 lundar dvelji í lundabyggðinni ár hvert. Það er skemmtilegt að fylgjast með þessum skondna fugli við leik og störf á í eyjunni. Lundinn er auðþekkjanlegur með litríkan gogginn og sitt klunnalega fluglag. Í ferðinni siglir báturinn í kringum eyjuna svo það gefst góður tími til að virða fjölskrúðugt fuglalífið fyrir sér.

Einstakir eikarbátar

Við siglum að Lundey og á hvalaslóðir um borð í glæsilegum og uppgerðum eikarbátum Norðursiglingar. Þessi gömlu og traustu fiskiskip hafa nú öðlast nýtt hlutverk, og ekki síðra, við að flytja gesti um flóann í leit að hvölum. Það fer þeim ákaflega vel og auðvelt að njóta siglingarinnar um borð í þessum sögufrægu bátum.

Heitt kakó og kanilsnúðar

Líkt og í öðrum hvalskoðunarferðum okkar er að sjálfsögðu boðið upp á rjúkandi heitt kakó og mjúka kanilsnúða um borð. Það er alltaf ákveðinn hápunktur í ferðinni að setjast niður með vel þegna hressingu og njóta á meðan báturinn líður um flóann.

Fróðleikur um fugla og hvali

Áhöfnin um borð hefur mikla reynslu af siglingum og náttúruskoðun og veit fátt skemmtilegra en að miðla áhugaverðum fróðleik um fugla, hvali og lífríki Skjálfandaflóa til farþega.

Komdu með fjölskylduna í hvala- og lundaskoðun

Hvalaskoðunarferðir Norðursiglingar eru frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna og ógleymanleg upplifun að komast í nálægð við bæði hina stórfenglegu hvali og hina líflegu lunda.

Bóka ferð

Frí afbókun allt að sólarhring fyrir ferð

Sveigjanleiki með breytingar á bókun

Borgaðu núna eða þegar þú mætir

3,5 klukkustundir (u.þ.b.)

Alla daga 16. apríl – 19. ágúst

Húsavík

Verð

14.990 kr. fullorðnir
7.500 kr. 7-15 ára
FRÍTT fyrir 6 ára og yngri

(Öll verð eru með 11% virðisaukaskatti)

Innifalið

  • Heitt kakó og kanilsnúðar
  • Full leiðsögn
  • Hlýir heilgallar
  • Teppi og regnkápur eftir aðstæðum

Brottfararspjald veitir eftirfarandi afslætti