Hvalir, segl og vísindi
Öðlastu dýpri innsýn í lífið neðansjávar í þessari mögnuðu siglingu um Skjálfandaflóa sem samanstendur af bæði einstakri náttúruskoðun og rannsóknum á lífríki sjávar.
Stígðu skrefið með okkur í átt að verndun sjávar og lífríki þess í þessari einstöku 3,5 klukkustunda skútusiglingu um Skjálfandaflóa sem samanstendur af rannsóknum og fræðslu og auðvitað…hvalaskoðun.
Hvalir og mikilvægi þeirra í vistkerfinu
Hvalir eru stórkostleg dýr sem gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfi sjávar. Þeir dreifa næringarefnum um sjóinn og stuðla þannig að framleiðslu plöntusvifs, en plöntusvif framleiðir yfir helming súrefnis í heiminum. Með virðingu að leiðarljósi siglum við á hvalaslóðir og skyggnumst í heim þessara tignarlegu dýra.
Umhverfisvænn ferðamáti
Að ferðast um á eikarskútum er hinn fullkomni ferðamáti en það er fátt sem jafnast á við að svífa um flóann seglum þöndum. Á siglingu þinni um flóann muntu fræðast um þennan gamla ferðamáta og færð svo einstakt tækifæri til að aðstoða áhöfnina við að hífa upp seglin.
Taktu þátt í neðansjávarrannsóknum með sjávarlíffræðingum
Það sem gerir þessa ferð frábrugðna öðrum hefðbundnum hvalaskoðunarferðum er að nú færð þú tækifæri til að taka beinan þátt í neðansjávarrannsóknum, undir handleiðslu sjávarlíffræðinga frá Ocean Missions. Á meðan á siglingunni stendur munum við notast við sérhannað troll (e. manta trawl) sem gerir okkur kleift að safna saman sýnum úr flóanum sem eru svo vandlega skoðuð og greind með hjálp smásjár. Tilgangurinn er að áætla magn örplastsagna í sjónum og skoða samhengi þeirra og áhrif á svifdýr og hvalagengd. Að auki munum við ræða um hugsanlegar utanaðkomandi ógnir við lífríki sjávar og hvernig sporna megi við þeim.
Beint framlag til hafrannsókna og sjálfbærniverkefna á svæðinu
Með því að slást með í för í þessa ferð renna 15% af miðaverði þínu til Ocean Missions, nýstofnaðra umhverfissamtaka á Húsavík. Ocean Missions vinnur hörðum höndum að verndun hafsins með rannsóknarvinnu og fræðslu, bæði innanbæjar, sem utan. Þitt framlag hefur því mikið að segja.
Taktu þátt!
Norðursigling og Ocean Missions hafa sameinað krafta sína með það að markmiði að hvetja fólk til þess að fræðast um lífið neðansjávar og þær ógnir sem að hafinu steðja. Með vísindi og fræðslu að vopni viljum við vekja fólk til umhugsunar og í leiðinni stuðla að verndun hafsins.
Þú getur lesið meira um samstarf Norðursiglingar og Ocean Missions hér.
Fyrir frekar upplýsingar um Ocean Missions, smellið hér.
* Hámark 25 farþegar
** Við ábyrgjumst ekki að hvalir sjáist í ferðunum
*** Í öllum okkar skútuferðum þarf að notast við vélarafl bátanna þar sem við getum ekki treyst á að veður og vindar séu okkur hliðhollir. Við munum þó nýta hvert tækifæri til að stöðva vélina og sigla eingöngu undir seglum.
Bóka ferð
Vertu með þeim fyrstu að taka þátt í þessari einstöku rannsóknarferð!
TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI*
Brottfarir næsta sumar:
- 1. júní – 15. júlí á skonnortunni Hildi
- 16. júlí – 31. ágúst á hefðbundnum eikarbát
3,5 klukkustundir
Alla fimmtudaga
Júní, júlí og ágúst
Húsavík
Verð
14.990 kr. fullorðnir
7.500 kr. 7-15 years
FRÍTT fyrir 6 ára og yngri
(Öll verð eru með 11% virðisaukaskatti)
Innifalið
Afþreying um borð
- Hvalaskoðun**
- Manta trawling
- Siglt seglum þöndum***
- Örplastrannsóknir
Hressing um borð
- Heitt kakó og kanilsnúðar
Leiðsögn
- Sérþjálfaður hvalaleiðsögumaður.
- Sérfræðingur í sjávarlíffræði.
Auka fatnaður
- Hlýir heilgallar og regnkápur ef þarf.
Brottfararspjald veitir eftirfarandi afslætti
- 20% afsláttur í Hvalasafnið
- 10% afsláttur á Gamla Bauk
- 10% afsláttur í Sjóböðin
- 10% afsláttur á Húsavík öl