Hvalaskoðun á seglskútu
Sigldu á hvalaslóðir um borð í hinum einstöku seglskútum Norðursiglingar og fáðu innsýn í sögu siglingahefða frá tímum landnáms til okkar daga.
Slástu með okkur í för í þriggja klukkustunda siglingu um Skjálfandaflóa á alvöru íslenskri seglskútu. Skoðaðu hvali, taktu þátt í að hífa upp seglin og lærðu um þennan einstaka og sögulega ferðamáta. Hvalaskoðun á seglskútu er ótrúleg upplifun!
Í nálægð við hnúfubaka og hrefnur
Það er frábær upplifun að líða um hafflötinn á seglskútu, umkringdur hvölum og stórbrotinni náttúru. Í hvalaskoðunarferðum okkar sjást yfir árið fjölmargar tegundir hvala sem leggja leið sína í næringarríkan Skjálfandaflóa. Þær algengustu eru hnúfubakar, hnýðingar, hrefnur og hnísur og önnur stórhveli á borð við langreyðar, búrhvali og steypireyðar sjást einnig oftar en margur heldur.
Hvalir og skútur í aldanna rás
Bæði hvalir og skútur hafa verið hluti af lífi okkar við strendur Íslands alla tíð og gegnt lykilhlutverki í daglegu lífi fólks. Tímarnir hafa vissulega breyst og nú er þessi einstaki ferðamáti að mestu notaður til afþreyingar og hentar fullkomlega þegar nálgast á hvali, sem við gerum nú af nærgætni og virðingu. Varðveisla strandmenningar er okkur hjá Norðursiglingu hugleikin og við erum stolt af því að geta boðið gestum að upplifa náttúruskoðun og siglingu með þessum einstöku og glæsilegu seglskútum.
Lærðu að sigla
Það er mögnuð upplifun að fá að sigla um miðin eins og sannur víkingur. Í ferðinni gætir þú fengið að grípa í stýrið undir handleiðslu gamalreyndra skipstjóra eða hífa upp seglin með okkar sérþjálfuðu skútuáhöfn og lært af henni helstu handtök og hugtök.
Heitt kakó, snúðar og óvænt hressing frá skipstjóranum
Eftir vel heppnaða hvalaskoðunarferð er fátt sem jafnast á við að ylja sér við heitan bolla af heimalöguðu kakói og nýbakaða kanilsnúða. Óvænt hressing frá skipstjóranum og „ennþá hlýrri“ viðbót í kakóbollann sér svo um að gleðja þá fullorðnu.
Ævintýrasigling fyrir unga sem aldna
Skútusiglingar eru fyrir alla, unga sem aldna. Hvort sem þú vilt halla þér aftur, slaka á og njóta stundar eða taka virkan þátt í ævintýrinu með áhöfninni, þá er skútusigling ógleymanleg upplifun. Komdu með og siglum á vit ævintýranna!
Bóka ferð
Frí afbókun allt að sólarhring fyrir ferð
Sveigjanleiki með breytingar á bókun
Borgaðu núna eða þegar þú mætir
3 klukkustundir (u.þ.b.)
Alla daga 1. júní – 15. júlí
Húsavík
Verð
14.490 kr. fullorðnir
7.500 kr. 7-15 ára
FRÍTT fyrir 6 ára og yngri
(Öll verð eru með 11% virðisaukaskatti)
Innifalið
- Heitt kakó og kanilsnúðar
- Full leiðsögn
- Hlýir heilgallar
- Teppi og regnkápur eftir aðstæðum
Brottfararspjald veitir eftirfarandi afslætti
- 20% afsláttur í Hvalasafnið
- 10% afsláttur á Gamla Bauk
- 10% afsláttur í Sjóböðin
- 10% afsláttur á Húsavík öl